Nú er búið að skipa ESB samninganefndina. Þar kemur svosem ekkert á óvart. Það er nánast búið að ganga frá samþykkt Lissabon sáttmálans og þá myndast aftur grundvöllur fyrir fjölgun Evrópubandalagsríkja. Króatía er væntanlega næst á listanum og svo Ísland. Það ætti ekki að taka langan tíma að gera samning milli Íslands og ESB – Ísland er lýðræðisríki innan EES og uppfyllir flest skilyrði um inngöngu. Þó má búast við flóknum viðræðum um sjávarútveg, landbúnað og hugsanlega gjaldmiðilsmál.
En líklega skiptir það ekki neinu máli.
Samningurinn verður að öllum líkindum kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslu, alveg burtséð frá því hvernig hann lítur út. Því það er rétt sem Jón Baldvin segir – það er hvergi að finna neina alvöru pólitíska forystu í þessu máli.