„Sumar ástæður þess að Icesave-málið verður að klára sem fyrst í þinginu eru ekki þess eðlis að hægt sé að greina frá þeim í ræðustól Alþingis.“
Þetta er fjarska merkileg yfirlýsing frá Steingrími J. Sigfússyni – og eiginlega hljóta fjölmiðlar að krefjast þess að ráðherrann skýri út hvað hann á við.
Er einhver leynisamningur á bak við Icesave- samninginn?
Eða er Steingrímur að fara á taugum?
Raunar er önnur yfirlýsing hans líka merkileg: Þau orð að Alþingi ráði kannski ekki við endurreisn íslensk efnahagslífs.