Það virðist vera hreint upplausnarástand á Alþingi.
Þingmenn standa og flytja sömu ræðurnar aftur og aftur – af einhverri ástæðu er ekki enn farið að nota orðið málþóf yfir þetta.
Eða málfundaræfingar?
Ríkisstjórnin og stjórnarliðar láta helst ekki sjá sig í þingsalnum.
Stór mál sem þarf að fjalla um komast ekki á dagskrá vegna þessa.
Hvenær linnir þessu? Og álíta menn að þetta auki á virðingu þingsins – sem er afspyrnu lítil fyrir?
Stærsta málið á þingi eftir áramótin verður væntanlega skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis.
Hvernig halda menn að þjóðþing þar sem ástandið er svona fari að því að takast á við slíkt stórmál?