Það er rétt að minna á það vegna mikillar umræðu að Hagar eru eignarhaldsfélag.
Undir Högum eru margar búðir og verslunarkeðjur, eins og sjá má á heimasíðu Haga.
Á heimasíðu Haga stendur beinlínis að þetta séu ólík fyrirtæki sem hafi „ólík rekstrarform og ólíka menningu“.
Það er ekkert endilega gefið að þetta sé selt í einu lagi, heldur má vel hugsa sér að selja það í minni einingum.
Eða varla er það lögmál að Bónus, Hagkaup og 10/11 hangi saman; Bónus með tiltölulega lágt verð en fremur lélega vöru í mörgum tilvikum, Hagkaup með betri varning en rádýran og 10/11 með óskaplegt okur.
Það er heldur ekki nóg að tala um, eins og bankamenn gera, að viðskiptasjónarmið eigi að ráða.
Eftir hrunið, þegar fjármálakerfi heillar þjóðar féll um koll, eru viðskiptasjónarmið ekki nóg.
Það þarf líka siðferði, réttlæti, heiðarleika og traust.