Hér er úrdráttur úr fyrirlestrinum sem Sigrún Davíðsdóttir hélt hjá Sagnfræðingafélaginu í dag undir yfirskriftinni Kreppan og kunningjaþjóðfélagið. Í lok greinarinnar segir:
„Sigrún sagði að rannsókn á bankahruninu á Íslandi gæti ekki farið fram án þekkingar frá útlöndum. Hún hvatti alla þá sem byggju yfir upplýsingum um það sem gerst hefði bæði fyrir og eftir hrun að koma þeim upplýsingum til skila. Menn ættu ekki að fá að „drullumalla“ í friði. Framundan væru átök því að margir vildu halda í óbreytt ástand. Hún minnti að lokum á að kunningjaþjóðfélagið gæfi ekki eftir baráttulaust.“