fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

WikiLeaks á Íslandi

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. nóvember 2009 20:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir talsmenn upplýsingavefjarins WikiLeaks voru í viðtali í Silfrinu í dag. Þeir tala á ráðstefnu sem haldin er í Háskólanum í Reykjavík á þriðjudag, á vegum Félags um stafrænt frelsi.

Þeir segjast ætla að dvelja hér í viku og eru tilbúnir að taka við upplýsingum frá fólki hér.

WikiLeaks komst í umræðuna hér þegar vefurinn birti upplýsingar úr lánabók Kaupþings eins og frægt var. Þá var sett lögbann á að RÚV birti þessar upplýsingar og vefnum var hótað málsókn.

Í þættinum í dag sögðust talsmennirnir vera með nýtt og eldfimt efni frá Íslandi sem þeir væru að sannreyna, en myndi sennilega birtast seinna í vikunni.

Annars er þetta merkilegur vefur sem storkar þeim sem vilja hefta upplýsingafrelsi hvarvetna í heiminum, ekki aðeins ríkisstjórnum, heldur líka bönkum og stórfyrirtækjum. Stundum er þetta upp á líf og dauða – þeir sem leka upplýsingunum geta verið í lífshættu ef upp um þá kemst, og því er trúnaður við heimildarmenn lykilatriði í þessari starfsemi, líkt og kom fram í viðtalinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?