Tveir talsmenn frá upplýsingavefnum WikiLeaks verða gestir í Silfri Egils á morgun, annar frá Ástralíu, hinn frá Hollandi. Þessi vefur birtir upplýsingar sem oft koma við kauninn á stjórnvöldum og fyrirtækjum – og er þess skemmst að minnast að upplýsingar úr lánabók Kaupþings birtust á WikiLeaks fyrr á þessu ári.
Að auki skal minnt á að Styrmir Gunnarsson og Jón Baldvin Hannibalsson verða gestir í þættinum.