fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Vekur Ísland ótta hjá ESB?

Egill Helgason
Laugardaginn 28. nóvember 2009 16:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er eins og Íslendingar missi alla tilfinningu fyrir stöðu sinni í heiminum. Þeir ímynda sér að allir séu sífellt að hugsa um Ísland.

Það er til dæmis merkilegt að lesa frétt frá fundi Heimssýnarfólks í Noregi þar sem það segir að Evrópusambandið óttist að Íslendingar segi nei við aðild.

Nú held ég að Íslendingar séu nokkuð velkomnir í ESB, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sem er alls ekki víst að íslenska þjóðin samþykki.

Þetta ferli, umsóknarprógramið, er nokkuð staðlað – það tekur sinn tíma – engan þarf að undra að aðildarviðræður hefjist ekki fyrr en næsta sumar. Um það má fræðast í þessari grein á Wikipedia.

Það eru fleiri lönd á biðlistanum en Ísland: Króatía, Makedónía, Serbía, Albanía, Kosovo, Svartfjallaland, jú og Tyrkland.

Og í leiðinni er í gangi endurskoðun á fiskveiðistjórninni, landbúnaðarkerfinu, fyrir utan þær breytingar á stjórnkerfi ESB sem felast í Lissabonsáttmálanum.

Óttinn er kannski ekki svo mikill eftir allt – það er frekar líklegt að viðhorfið sé í anda þess sem ég heyrði í Frakklandi síðastliðið vor:

Þið komið ef þið viljið koma, en ef þið viljið það ekki, þá það…

Tant pis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?