fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Dubai: Draumar breytast í martröð

Egill Helgason
Laugardaginn 28. nóvember 2009 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

dubai_01_598x533-1

Fólkið var farið að yfirgefa Dubai löngu fyrir hrunið sem nú er að verða að veruleika.

Farandverkamennirnir fóru fyrstir, einfaldlega vegna þess að atvinnan minnkaði. Svo fór efnaða fólkið; sá sem skuldar í Dubai getur átt á hættu að lenda í skuldafangelsi.  Og moldríka fólkið fór líka; húsin sem það keypti á tilbúnu eyjunum fyrir utan borgina voru nefnilega ekkert annað en það – hús á tilbúnum eyjum. Íþróttastjörnurnar sem yfirvöld í Dubai höfðu laðað þangað eru hættar að koma. Það er engin náttúra, engin menning, engin saga, bara merkjavara. Kannski ágætt í uppsveiflu, en leiðinlegt til lengdar.

Hinn tilbúni draumaveruleiki er að snúast í martröð. Það er útilokað að selja allar íbúðirnar í háhýsunum sem hafa sprottið upp innan um mesta frumskóg byggingakrana í heiminum. Leikurinn hefur samt haldið áfram; alveg þangað til núna hefur verið látið eins og sé markaður fyrir þetta.

Ekki bætir úr skák að klóak flæðir um fjörurnar í Dubai; skolpveiturnar í furstadæminu hafa ekki undan að dæla óhroðanum burt og um sumar strendurnar hefur verið sagt að það sé alveg eins hægt að synda í klósetti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?