Ég er að horfa á endursýnda Fangavakt í sjónvarpi. Í bílnum áðan var ég að hlusta á nýju plötuna með Hjaltalín.
Hvort tveggja er frábær íslensk list. Sýnir okkur að framtíð þessarar þjóðar er ekki bara í fiski og áli.
Fangavaktin eru sjónvarpsþættir sem eru algjörlega á heimsmælikvarða, bráðfyndnir, með skemmtilega brjáluðum undirtóni. Fyrir áhugamann um kommúnisma er merkilegt að sjá hvernig persóna Georgs Bjarnfreðarsonar er einhvers konar skopstæling á Lenín!
Hin nýja plata Hjaltalíns er ævintýraferð í tónum. Það er skemmtilegt við hana að maður veit ekki hvert ferðinni er heitið, þetta er tónlist sem er erfitt að setja í ákveðið hólf – mest hef ég verið ég að hlusta á lag sem hljómar dálítíð eins og það sé úr söngleik eftir Rodgers og Hammerstein.