fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Er hægt að flytja burt til að sleppa við ákæru?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. nóvember 2009 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Davíðsdóttir skrifar um útrásarmenn sem hafa flutt af landi brott, en telur ekki að þeir muni geta komist hjá opinberum ákærum með þeim hætti. Pistilinn má lesa í heild sinni hér:

— — —

„En hvar eru þá helstu persónur og leikendur viðskiptalífsins sem var? Halldór J. Kristjánsson býr í Kanada. Hann er ráðgjafi hjá kanadísku fjármálafyrirtæki sem sérhæfir sig í sms-lánum og þjónustu við þá sem ekki eiga kost á að leita til venjulegra viðskiptabanka. Í fréttatilkynningu fyrirtækisins er Halldór kynntur sem fyrrum forstjóri í evrópskum banka. Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson eru báðir skráðir til heimilis á Íslandi, einnig Björgólfur Guðmundsson, Sigurjón Þ. Árnason og Pálmi Haraldsson. Bjarni Ármannsson bjó um hríð í Noregi en er nú fluttur aftur til Íslands. Björgólfur Thor Björgólfsson hefur búið í London um árabil og enn skráður í Bretlandi, sama með Ármann Þorvaldsson og Sigurð Einarsson.

Samkvæmt þjóðskrá er Ólafur Ólafsson búsettur í Bretlandi, samkvæmt heimildum Spegilsins býr Ólafur nú í Lausanne í Sviss. Í reikningum fjárfestingarfélags Ólafs hjá bresku fyrirtækjaskránni frá í vor er Ólafur þó skráður til heimilis í Borgarnesi. Lárus Welding er enn skráður til heimilis á Íslandi en mun nýfluttur til London. Magnús Ármann býr nú suður af London. Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir búa báðir í London. Hreiðar Már Sigurðsson rekur nú ráðgjafafyrirtæki í Lúxemborg. Jón Þorsteinn Jónsson fyrrum stjórnarformaður Byrs er nýlega fluttur til London. Magnús Þorsteinsson flutti lögheimili frá Íslandi til Rússlands í vor.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef