fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Dubai að hrynja?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. nóvember 2009 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

dubai_01_598x533

Prófessor Robert Z. Aliber kom til Íslands meðan allt lék í lyndi og spáði kreppu. Hann byggði það á byggingakrönunum sem hann sá alls staðar. Sagði að þeir væru alltof margir.

Margir blésu á þetta, töluðu um að þetta væri ekkert að marka þennan karl.

En Aliber er gamall og reyndur karl og vissi hvað hann söng. Hann sagði að íslensku bankarnir væru dauðadæmdir löngu fyrir hrun, þeir hefðu breyst í vogunarsjóði.

Annar staður á jörðinni þar sem byggingakranar hafa gnæft við loft er Dubai. Þar hefur ekki verið neitt lát á vexti undanfarin ár. Þeir hafa meira að segja byggt sér Babelsturn, hæsta hús í heimi sem má hækka ef einhver annar ætlar að byggja hærra.

Nú er sagt að ævintýrið þar sé úti og hagkerfið að hruni komið. Eyjaklasarnir sem voru byggðir undan ströndum Dubai fyrir ríka fólkið eru hvorki fallegir né skemmtilegir og borgin sjálf hálf óhugnanleg.

Og þá er spurning hvaða áhrif það hefur á veiklað fjármálakerfi heimsins ef Dubai hrynur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum
Dubai að hrynja?

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef