Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um þýðingu Kristjáns Árnasonar á hinu klassíska riti Ummyndunum eftir rómverska skáldið Óvíd. Árni Heimir Ingólfsson segir frá ævisögu Jóns Leifs tónskálds sem hann hefur ritað, bókin bregður upp mynd af einstaklega margbrotnum og erfiðum manni sem átti sér stóra og næstum ómögulega drauma.
Hlín Agnarsdóttir segir frá nýrri skáldsögu eftir sig sem nefnist Blómin frá Maó og við skoðum sýningu á myndum úr barna- og unglingabókinni Bókasafn ömmu Huldar eftir Þórarin Leifsson.
Kolbrún og Páll fjalla um ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur eftir Pál Valsson og skáldsögurnar Vormenn Íslands eftir Mikael Torfason og Sónötu fyrir svefninn eftir Þórdísi Björnsdóttur.
En Bragi talar um gamlan Reykvíking sem lést nýlega, Flosa Ólafsson.