fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Óásættanleg áhætta

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. nóvember 2009 23:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur í New York, skrifar um ástarbréfin svokölluðu og Seðlabankann á heimasíðu sinni. Hann skrifar meðal annars:

— — —

Mér virðist nokkuð ljóst að ástarbréfarviðskipin stríða algerlega gegn almennum varúðarsjónarmiðum hvað varðar lán til þrautarvara, en auðvitað er ekki hægt að kalla endurhverf veðlánaviðskipti Seðlabankans neitt annað en lán til þrautarvara því um var að ræða lán í kringum 30 prósentum af þjóðarframleiðslu.
En það er líka margt sem bendir til þess að viðskipti af þessu tagi stríði beint gegn þeim reglum sem gilda í öðrum löndum um veðlánaviðskipti sem oft eru notuð til að setja vexti á millibankamarkaði.

Ástabréfaviðskipin fóru þannig fram að íslensku bankarnir gáfu út skuldabréf, sem svo annar banki fór með og setti sem veð í veðlánaviðskiptum hjá Seðlabanka Íslands. Þannig gat bankakerfið í heild í rauninni prentað peninga án þess að leggja fram önnur veð en eigin skuldabréf, en þetta hafa verið nefnd ‘ástarbréf’ bankanna, enda nánast verðlaus við hrun. Í staðinn hefði Seðlabankinn auðvitað átt að krefast raunverulegra veða í eignum bankanna, til dæmis í formi útlánasafna bankanna, það er lána til fyrirtækja og einstaklinga, líkt og aðrir seðlabankar gera. Þannig veð eru almennt notuð þegar um er að ræða lán til þrautarvara.

Umræðuefnið á þessum ráðstefnum hefur meðal annars verið hvort brögð hafi verið á svipuðum viðskiptum annars staðar.

Mér sýnist svarið vera þetta: Nei, nema að mjög takmörkuðu leyti. Samkvæmt mínum skilningi var svipaður leikur í einhverjum tilfellum reyndur annars staðar, en komið var í veg fyrir það, enda er áhættan sem leikur af þessu tagi skapar skattgreiðendum algerlega óásættanleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef