Hvers vegna frestar Kaupþ…. nei, afsakið Arion, afgreiðslu á málefnum Haga?
Er það vegna þess að það var farið að hitna óþægilega mikið undir bankanum? Að hugmyndin sé sú að róa hlutina, og halda svo áfram eins og ekkert hafi í skorist?
Eða er planið að passa upp á að Jón Ásgeir og Jóhannes fái til sín alla jólaverslunina – og standi þá betur að vígi til að halda fyrirtækinu?
Eða ætla stjórnendur bankans kannski að nota tímann til að finna meira skapandi framtíðarlausn fyrir þessi veslunarkeðju en að láta hana aftur í hendurnar á skuldakóngi Íslands?
Eins og til dæmis að skipta henni upp og bjóða jafnvel almenningi að eignast hlut í dæminu?
Bankinn er í vandasamri stöðu. Nú hefur verið stofnuð Facebook-síða þar sem fólk er hvatt til að hætta viðskiptum við hann.
Þetta er kannski í fyrsta sinn að gert er áhlaup (run) á banka í gegnum samskiptasíðu á netinu.