Ef maður les verk Camus hlýtur maður að álykta að honum væri slétt sama hvar hann hvílir eftir andlátið.
Eða réttar sagt – hvar aska hans er geymd.
Sarkozy forseti vill hins vegar flytja jarðneskar leifar hans í stórhýsið Panthéon efst á Sainte-Genevièvehæð í París þar sem eru saman komin látin stórmenni Frakklands.
Victor Hugo, Voltaire, Rousseau, Marie Curie, Zola, Pasteur, Malraux og Dumas – hinir tveir síðarnefndu voru fluttir þangað fyrir tilstuðlan Chiracs forseta.
Camus lést í bílslysi árið 1960, hafði áður fengið Nóbelsverðlaunin yngstur manna (fyrir utan Kipling), aðeins 44 ára. Hann var andkommúnisti, fæddur í Alsír og telst vera það sem kallast pied-noir eða svartfætlingur; það eru Frakkar sem bjuggu í Alsír en flúðu þaðan eftir styrjöldina í lok sjötta áratugarins.
Æðruleysi er mikill þáttur í heimspeki hans – og einhvern veginn rímar það ekki sérlega vel við ímynd hans sem höfundar að gera mikið veður úr því hvar leifar hans eru geymdar.