Reykjavíkurbréf Moggans gekk meðal annars út út á að Ólafur Ragnar Grímsson hafi ekki nógsamlega beðið afsökunar á framferði sínu á útrásartímanum eða sýnt næga iðrun.
Má vel vera.
Og leiðari blaðsins í dag fjallar um fólk sem er ekki heppilegt – það er greinilega átt við Höllu Tómasdóttur í Auði Capital.
En hvenær eigum við þá von á afsökunarbeiðni úr Hádegismóum – eða jafnvel pínu sjálfsgagnrýni? Eða fellur það allt inn á það svið sem rætt var um þegar aðalritstjórinn núverandi tók við – að hann myndi ekki fjalla um þátt sinn í hruninu?