fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Bókakvabb

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. nóvember 2009 22:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fæ ekki séð að bókatitlarnir þessi jól séu neitt færri en áður, þrátt fyrir kreppu. Það er margt jákvætt við þetta, þetta er vottur um öflugt menningarlíf – það koma ekki út svona margar bækur í Cluj eða Cardiff.

En að er mjög sérstakt hversu mikið kemur út á afar stuttu tímabili, bara örfáum vikum í nóvember. Þetta er satt að segja of mikið á of stuttum tíma. Ég kvarta vegna þess að ég er með bókmenntaþátt í sjónvarpi og vil reyna að gera hlutina eins vel og ég get. Ég veit að aðrir sem fjalla um bækur í fjölmiðlum hafa svipaða upplifun.

Máski telja útgefendur að sé best að gera þetta svona, en ýmis verk myndu njóta sín miklu betur á öðrum tíma ársins, þau myndu vekja meiri athygli, fengju meiri umfjöllun.

Þá á ég ekki endilega við Arnald Indriðason, Jón Kalman eða Steinunni Sig, heldur bækur sem eru ekkert sérlega söluvænlegar á bókamarkaði, bækur fræðilegs eðlis, listaverkabækur, ljóðabækur, skáldverk eftir lítt þekkta höfunda sem eiga varla möguleika á að keppa um alvöru sölu.

Hættan er sú að bækurnar séu líkt og andvana þegar kemur fram í janúar. Allir vilja fá umfjöllun og krítík í desember, fyrir aðalsöluna um jólin, og verða sárir og móðgaðir ef það tekst ekki. Höfundar og útgefendur kæra yfirleitt sig ekki um umfjöllun á útmánuðum.

Hvað er þá eftir þegar jólaflóðið er afstaðið? Þá eru margir titlar þegar komnir á útsölu. Sumir eignast reyndar nýtt líf þegar þeir koma út i kiljuformi á vorin.

En almennt séð held ég að færi betur á að dreifa útgáfunni  á aðeins lengra tímabil. Er eitthvað að því að setja aðeins meiri kraft í þetta strax síðla í september og fyrripartinn í október?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB