fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Symbíósa

Egill Helgason
Föstudaginn 20. nóvember 2009 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, einn af öldungum íslenskrar blaðamennsku, er kominn í þá einkennilegu stöðu á gamals aldri að skrifa varnarrit fyrir Davíð Oddsson.

Útgáfan byggir á þeirri einkennilegu symbíósu að Davíð virðist hafa lesið Styrmi bókina að miklu leyti fyrir, en síðan tekur Davið, í líki Morgunblaðsritstjóra, valda kafla úr bókinni og birtir sem fréttir í Mogganum.

Ein meginkenning bókarinnar er sú að Davíð hafi séð hrunið fyrir og varað við því.

Vandinn er sá að fæstir kannast við þetta – varla nema Styrmir og aðdáandinn mikli, Hannes Hólmsteinn, og kannski líka Kjartan Gunnarsson sem er annar aðalheimildarmaður bókarinnar. Þannig er þetta eiginlega rit fyrir „innmúraða og innvígða“, svo notuð séu orð Styrmis sjálfs.

Davíð dúkkaði reyndar upp eftir hrunið með minnispunkta frá fundi sem hann átti með bankastjórum í London í febrúar, en almennt könnuðust menn ekki við að hafa séð punktana í þeirri gerð.

Á sama tíma tókst að gera Seðlabanka Íslands gjaldþrota – sem er nokkurt einsdæmi.

Styrmir segir að menn hafi nú ógeð á leynimakki, en bókin er þó skrifuð upp eftir einhverjum mestu leynimakksmönnum í sögu Íslands, þar á meðal forsætisráðherranum sem hafði slíka óbeit á almennilegri stjórnsýslu að hann stærði sig af því að skrifa aldrei neitt niður – nánast eins og það væri ókarlmannlegt. Og raunar eru heimildir um að það sama hafi gerst við Glitnisyfirtökuna; gögnin um hvernig sú ákvörðun var tekin eru afar rýr.

Bók Styrmis er þó ágætis mótvægi við bók Ólafs Arnarsonar, þar sem meginkenningin var sú að hrunið væri alfarið Davíð Oddssyni að kenna.

Sú kenning hefur ýmsa annmarka líka.

Ætli sé ekki best fyrir okkur hin að bíða eftir skýrslu rannsóknarnefndar þingsins – og vona að hún sé ekki hvítþvottur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB