Frakkar komast áfram í úrslit heimsmeistarakeppninnar í fótbolta – með svindli.
Thierry Henry hefur viðurkennt að hafa notað hendina til að koma boltanum í mark gegn Írlandi. Þetta mark réði úrslitum um hvor þjóðin kæmist á HM næsta sumar.
Quelle honte! skrifa frönsk blöð.
Hvílík skömm!
Enn einu sinni sést hvílíkt hallæri það er að dæma svona stórleiki upp á gamla mátan, með dómaratríói á leikvellinum.
Sem getur ekki séð ýmsa hluti sem allir koma auga á sem fylgjast með leiknum í myndavél.