fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Greiðslumatsviðmið Kaupþings – saga af lítilli konu og stórum banka

Egill Helgason
Föstudaginn 20. nóvember 2009 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Stefánsdóttir sendi þennan póst:

— — —

Ég fór í greiðslumat hjá Kaupþingi um daginn, og er samkvæmt þeirra útreikningum ekki borgunarkona fyrir láninu sem ég óskaði eftir. Samkvæmt útreikningum bankans lifi ég nú þegar í a.m.k. 40 þúsund króna mínus á mánuði. Enn meiri mínus auðvitað ef ég yfirtek lán … sem hefur reyndar 30 þúsund króna lægri greiðslubyrði á mánuði en leigan sem ég borga í dag.

Og ég kemst ágætlega af í dag.

Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu. „Áætlaður framfærslukostnaður“ Kaupþings á mína fjölskyldugerð stenst bara ekki minn raunveruleika. Og það er ekki það eina sem ekki stenst hjá Kaupþingi.

Ég  gerði formlegar athugasemdir við afgreiðsluna sem ég fékk í útibúinu. Ég vildi fá að vita hvað lægi til grundvallar útreikningum bankans á „áætluðum framfærslukostnaði“ og „áætluðum rekstrarkostnaði bifreiðar“. Gleymum því ekki að ég er víst í rúmlega 40 þúsund í mínus á mánuði nú þegar, ef ekki meira. Segir Kaupþing.

Fyrirspurn mín kemur útibúsfólki í bobba. Í fljótu bragði er ekki hægt að svara mér. Mér er t.d. fyrst sagt að viðmiðin væru þau sömu og hjá Ráðgjafastofu heimilanna og svo eitt og annað.

Hjá Ráðgjafastofu heimilanna kostar það einstætt foreldri með tvö börn 112 þúsund að reka sig á mánuði. 35.600 kr. þarf svo bíleigandi að hafa á milli handanna til að standa straum af kostnaði mánaðarlega.

Hjá Íbúðalánasjóði eru viðmið fyrir mína fjölskyldugerð að lágmarki 104 þúsund en að meðaltali 150 þúsund í framfærslu á mánuði.

Þetta er skrýtið, hjá Kaupþingi kostar það mig heil 204 þúsund af framfleyta fjölskyldunni?

Skv. viðmiðum Kaupþings þarf „venjuleg“ einstæð, tveggja barna móðir 204 þúsund til að þrauka mánuðinn. Að auki þarf sá sem á bíl 40 þúsund á mánuði til að reka hann. Ætti ég kannski bara að fremja gamla góða bókhaldsbrotið; selja bróður mínum bílinn á krónu og fljúga þá í gegnum greiðslumat Kaupþings. Það stendur jú á þessum 40 þúsundum að ég standist viðmiðin þeirra?

En hvað kemur til að mín fjölskylda er svona miklu dýrari í rekstri hjá Kaupþingi?

Ég hef fengið símtöl og tölvupósta frá Viðskiptasviði, Gæðastjórnun og Efnahagsdeild bankans: Kemur á daginn að Kaupþing hefur tvenns konar viðmið; eitt viðmiðið er fyrir „venjulegt fólk“ sem bankinn kallar „raunhæf viðmið“ og svo sambærileg viðmið og Ráðgjafastofa heimilanna notar en þau viðmið notar Kaupþing fyrir „fólk í greiðsluerfiðleikum“.

Ég er víst „venjulegt fólk“, nema fyrir það að ég er víst í mínus 40 þúsundum á mánuði. Skrýtið! Myndi það ekki flokkast sem „fólk í greiðsluerfiðleikum? Annars hélt ég að það mætti með góðum rökum flokka alla þjóðina sem „fólk í greiðsluerfiðleikum“.

En hvað með  „áætluðan framfærslukostnað“ og „áætluðan rekstrakostnað bifreiðar“?

Enn er vont að fá skýr svör hjá bankanum; einhver sagði Ráðgjafastofa heimilanna, nú er sagt að miðað sé við Neyslukönnun Hagstofunnar.

Síðasta neyslukönnun þeirrar stofnunnar, sem slík, var útgefin árið 1995. Þetta bendi ég þeim á og er þá send til Gæðastjóra og þaðan til Viðskiptasviðs: sem gefur þvælingslegt svar á þá leið að „upplýsingar frá ríkisstjórninni“ og (enn) „neysluviðmið Hagstofunnar“ liggi til grundvallar útreikningum.

Svo ég  bendi Kaupþingi á að Hagstofan reikni ekki út framfærsluþarfir.
Hagstofan mælir meðaltöl og framkallar vísitölur.

Nýjasta útgáfa Hagstofunnar, Landshagir (2009) birtir tölur sem byggjast m.a. á neyslu landans milli áranna 2005 og 2007. Þetta er tölur síðan fyrir hrun. Hagstofan vinnur með sagnfræðileg gögn ef svo má segja.

Viðskiptasvið Kaupþings segist nú munu tala við Efnahagsdeild sína og láta mig svo vita.

Á meðan bíð ég og spekúlera: Getur verið að Kaupþing byggi sín viðmið á neyslu, þ.e. skilgreiningum Hagstofunnar á því í hvað fólk kaus að eyða tekjum sínum í  í fortíðinni – því Hagstofan getur í eðli sínu ekki reiknað út hvað við þurfum. Bara hvað við höfum eytt tekjum okkar í. Það eru útgjöld sem renna frá ráðstöfunartekjum og er svo breytt í vísitölu. Segir Hagstofan ekki einmitt alltaf frá því að neysluvísitalan hafi verið eitthvað. Neysluvísitalan var.

Tölfræðirit Hagstofunnar, Landshagir (2009), byggir á tölum frá 2005-2007 eins og ég nefndi. Og hver man ekki 2007? Þá var sko verið að eyða. Þá var sko neysla. En hvort það var lífsnauðsynleg neysla er annað mál. Fólk keypti og keypti og keypti. Meðaltalið af því er svo einhver vísitala. Ekki „áætlaður framfærslukostnaður“.

Nú er ég orðin dálítið sjóuð í vísitölum, útgáfum Hagstofunnar og „áætluðum kostnaði“-pælingum. Og þá kemur lokasvar frá Kaupþingi, Efnahagsdeild. En svarið er á sama veg. Eins og rispuð plata.

Bankinn situr fast við sitt; hann segir að ég sé í fjörutíu þúsund króna mínus um hver mánaðamót (sem ég er ekki) og þess vegna get ég ekki yfirtekið lán sem myndi lækka húsnæðiskostnað minn um 30.000 krónur á mánuði.

Sérstakt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB