Gríska mýtan um Arion felur í sér að hinu góða er bjargað úr klóm hins illa. Arion er söngvari sem er rænt af sjóræningjum og bjargað af höfrungum.
Og nú heitir Kaupþing Arion. Kaupþingsnafnið dugir kannski ekki lengur. Skírskotun nafnsins Arions er ótvíræð.
Ég verð samt að viðurkenna að ég er pínu ringlaður. Ég var hjá SPRON og með kort þaðan. Síðan var ég fluttur yfir til Kaupþings og nú er ég nýkominn með kort sem eru merkt bankanum.
Á ég nú von á Aironkortum?