Ef menn líta á nýja stjórn Heimssýnar – sem samanstendur af meira en fjörutíu einstaklingum – sjá þeir að þarna eru langmest áberandi einstaklingar úr ysta vinstri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr ysta hægri Sjálfstæðisflokksins.
Sumir myndu þó kannski leggja meiri áherslu á þjóðernishyggju í þessu sambandi, þarna sameinast líka þjóðernissinnuð öfl úr báðum flokkum – ég er heldur ekki viss nema að Ásmundur Einar Daðason sé gamaldags framsóknarmaður þótt hann sé sósíalisti að langfeðgatali.
En altént virðast þessi öfl vera komin í nokkuð hjartanlegt bandalag, svo náið að það er spurning hvort ekki sé þarna uppskrift að framtíðar ríkisstjórn Íslands – þegar ESB aðildin verður felld.