fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Sigrún: DeCode og langlundargeðið

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. nóvember 2009 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Davíðsdóttir fjallaði mikið um deCode á fyrstu árum fyrirtækisins og má segja að hún sé sérfróð um það. Hún flutti pistil um deCode í útvarpið í gær þar sem hún furðaði sig meðal annars á því að Landsbankinn skyldi setja 1,5 milljarða í félagið þegar það skilaði botnlausu tapi. Pistilinn má lesa í heild sinni hér en niðurlag hans er svona:

„Íslensk erfðagreining hefur laðað til sín gott starfsfólk sem hefur unnið áhugavert starf. Líftæknifyrirtæki koma og fara – það er ekkert nýtt. Menn prófa hugmyndir, sumar ganga aðrar ekki. Hið sérstæða er allt það sem hefur gengið á í kringum deCode. Salan á gráa svæðinu með aðkomu félaga í Lúxemborg og Panama reyndist aðalæfing fyrir það sem síðar kom. Stjórnmálamenn lögðu sig í líma. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar reyndi að koma stoðunum undir ógóða viðskiptahugmynd með einkaleyfi sem var heldur ekki sérlega vitleg hugmynd. Alþingi samþykkti ríkisábyrgð. Stjórnendur deCode reyndu ýmislegt – en engin þeirra hugmynda gekk upp út frá viðskiptalegu sjónarmiði. Starfsemin stóð ekki undir sér. Fyrirgreiðsla ríkisbankans í janúar sýnir gríðarlegt langlundargeð. En allt kom fyrir ekki: viðskiptahugmyndin deCode gekk ekki upp – og því fór sem fór.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí