fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Útrásarskattalögin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. nóvember 2009 22:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um skattamál er flókin og erfið og stundum hætt við að hún týnist í slagorðaglamri. Virtur endurskoðandi, Sveinn Jónsson, skrifaði mjög athyglisverða grein um skatta í Fréttablaðið um síðustu áramót:

Scan0003

Þjóðarsamstaða í reynd

Á liðnum kreppuvikum hefur þjóðin verið rækilega minnt á nauðsyn samstöðu í baráttunni við efnahagsvandann.

Á liðnum kreppuvikum hefur þjóðin verið rækilega minnt á nauðsyn samstöðu í baráttunni við efnahagsvandann. Á Alþingi hefur verið unnið dag og nótt við að finna samstöðunni lögformlegan farveg meðal annars með skattahækkunum. Fyrsti áfangi aukinna skattbyrða var samþykktur á þinginu fyrir jólin. Þjóðin hefur verið vöruð við því að vænta megi verulegra skattahækkana til viðbótar á komandi misserum.

Flestir bera ugg í brjósti vegna skattahækkananna sem bætast við eignatap, aukna skuldabyrði og í mörgum tilvikum atvinnumissi einhverra í fjölskyldunni. Þessu alvarlega ástandi er gjarnan lýst sem brotlendingu svokallaðra útrásarfyrirtækja.

Nú í byrjun nýs árs reynum við samt að sannfæra okkur um að með samstöðu muni þjóðin vinna sig út úr vandanum.

Samstöðuleysi í skattamálum

Vissulega reyndi ég að hugsa jákvætt um jólin og áramótin, hugsa um einingu og samstöðu þjóðarinnar. En ein leiðinleg hugsun sótti á mig.

Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um skattalagabreytingu sem afgreidd var í skyndi á árinu 2001. Þessa lagasetningu má með fullum rétti kalla útrásarbreytingu í skattamálum. Í henni fólst að tekjuskattur á hlutafélög og einkahlutafélög var lækkaður úr 30% í 18%. Síðastliðið vor var skatthlutfallið svo enn lækkað og nú í 15%.

Lagabreytingin var gerð undir merkjum svokallaðrar skattasamkeppni milli landa en jafnrétti í skattamálum var ýtt til hliðar. Auðvelda skyldi útrás íslenskra fyrirtækja til annarra landa og létta innlendum fyrirtækjum samkeppnina við vörur og þjónustu erlendra fyrirtækja. Skattasamkeppnismenn halda því fram að byrja eigi á að lækka skatta á fyrirtæki verulega. En að lækka skatta á fyrirtæki er auðvitað það sama og lækka skatta á eigendur þeirra. Slík skattalækkun segja þeir að muni styrkja þjóðarframleiðslu og gjaldeyrisöflun ár frá ári. Í fyllingu tímans geti svo reynst mögulegt að lækka einnig skattbyrði hins almenna launþega í landinu. Í dag er ákaflega falskur tónn í þessari röksemdafærslu í eyrum Íslendinga.

En þótt þessi rök hljómi undarlega er það enn furðulegra að skattalækkunin var ekki einungis látin ná til fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni heldur var öllum sem reka sjálfstæða starfsemi í landinu veittur kostur á að lækka skatta sína með því einu að stofna félag um reksturinn. Ekki var reynt að rökstyðja þennan þátt málsins. Í kjölfarið þutu einkahlutafélög upp þúsundum saman eins og gorkúlur á haugi. Ég leyfi mér að hafa þá skoðun að sterk sérhagsmunaöfl hafi ráðið mestu um þennan búning skattalækkananna.

Með því að breyta rekstrinum í einkahlutafélag gefst tekjuháum einstaklingi kostur á að lækka skatta sína um hundruð þúsunda á ári hverju. Af hluta teknanna er þá greiddur félagaskattur ásamt fjármagnstekjuskatti í staðinn fyrir tekjuskatt og útsvar sem launþegar greiða. Fyrir einstakling í einkahlutafélagahópnum þýðir þetta að þegar tekjurnar eru hærri en svokölluð reiknuð laun samkvæmt reglum skattyfirvalda greiðir hann 23,5%skatta af öllu því sem umfram er. Eftir nýsamþykktar skattabreytingar greiða launþegar hins vegar 37,4%af öllum tekjum sínum umfram skattfrelsismarkið en það mark er hið sama hjá báðum hópum. Hér er miðað við hámarksútsvar.

Nokkrir viðbótarpunktar um útrásarskattalögin

Nefna má nokkur atriði til viðbótar varðandi skattabreytingarnar á árinu 2001.

• Lagaákvæðin um áðurnefnd reiknuð laun („reiknað endurgjald“ á lagamáli) ná engan veginn að koma í veg fyrir skattamisréttið þegar jafnmiklir hagsmunir eru í húfi og hér um ræðir. Ég hef engan heyrt halda öðru fram en að í umræddri lagabreytingu hafi falist mikil skattalækkun fyrir stóran hóp hátekjufólks.

• Eins og málin nú standa eru það sveitarfélögin sem fyrst og fremst bera skarðan hlut frá borði vegna umræddra skatta-ívilnana. Við flutning á skattskyldum tekjum til einkahlutafélaga misstu sveitarfélögin útsvarstekjur án þess að beinn tekjustofn kæmi í staðinn. Tap sveitarfélaganna var áætlað ekki minna en 1 milljarður á ári en sést hefur töluvert hærri áætlun. Nú hefur ríkisvaldið veitt sveitarfélögunum úrlausn með heimild til hækkunar á útsvarsprósentunni. Hinn almenni launþegi á sem sagt að taka á sig verulegan hluta af eftirgjöfinni til sérréttindahópsins.

• Á árinu 2005 greiddu rúmlega 1700 einkahlutafélög meira en 100% arð af hlutafé og arðshlutfallið hjá þessum félögum var að meðaltali 650%. Þetta er afar skýr vísbending um hve langt er gengið í því að greiða eigendum einkahlutafélaga ótrúlega háan arð af hlutafé í staðinn fyrir laun. Upplýsingar liggja ekki fyrir um árin 2006-2008. Ímyndar einhver sér að þessi þróun hafi ekki haldið áfram á síðustu þremur árum?

• Seint á árinu 2007 lagði einn af þingmönnum Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um endurskoðun á sköttum lögaðila (þ.e. einkahlutafélaga og annarra félaga í atvinnurekstri) með vísan til sömu atriða og rakin eru hér á undan. Við fyrstu umræðu hlaut tillagan eindreginn stuðning þingmanna úr öllum flokkum nema einum en samt tókst að gefa henni svefnlyf í efnahags- og skattanefnd þingsins.

Jafnrétti í skattamálum forsenda þjóðarsamstöðu

Vissulega er fátt mikilvægara í dag en að tryggja íslenskum fyrirtækjum eðlileg og sanngjörn starfsskilyrði. Það gildir um skattamál sem önnur mál. Til dæmis er eðlilegt að auka það svigrúm sem fyrirtæki hafa til að halda að minnsta kosti hluta af hagnaði sínum inni í rekstrinum án skattlagningar um lengri eða skemmri tíma.

Það er hins vegar allt annað mál ef lög eru þannig að stór hópur einstaklinga í sjálfstæðum rekstri getur tekið fjármagn út úr rekstrinum til eyðslu og annarra persónulegra nota og greitt í því sambandi mun lægri skatta en almennir launþegar. Ég fæ ekki séð hvernig náðst getur samstaða og samhugur með þjóðinni ef ekki verður tekið á því misrétti sem fjallað er um hér að framan.

Höfundur er eftirlaunaþegi og starfaði áður sem löggiltur endurskoðandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí