fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Landsdómur?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. nóvember 2009 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg rétt hjá Styrmi Gunnarssyni að vel kemur til greina að stefna einhverjum af ráðherrum ríkisstjórnar Geirs Haarde fyrir landsdóm vegna aðgerða – eða aðgerðaleysis.

Þorvaldur Gylfason talaði um það á tíma hrunsins að aðgerðaleysi stjórnarinnar væri eitt stærsta hneyksli Íslandssögunnar.

Annar sem hefur talað fyrir þessu er Grímur Atlason, sveitastjóri í Dalabyggð, hann hefur skrifað um málið á bloggsíðu sína og skýrir það mun ítarlegar en Styrmir. Slík ákæra yrði að líta dagsins ljós innan þriggja ára frá því brotið er framið segir Grímur.

Í leiðinni mætti athuga með að stefna embættismönnum sem sannarlega urðu uppvísir að stórfelldum afglöpum, svo sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins, þáverandi stjórnarformanni þess og Seðlabankastjórum.

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun hugsanlega varða veginn í þessu, ef hún verður ekki hvítþvottur.

Margir óttast að þingmenn ætli að reyna að komast í að ritskoða skýrsluna með því að skipa nefnd sem á að ákveða hvernig eigi að fjalla um hana.

Mér sýnist það vera misskilningur. Það er nauðsynlegt að þingið móti sér eitthvert vinnulag í þessu máli, annars er hætt við að allt lendi í glundroða þar sem hver reynir að spinna út frá skýrslunni og túlka skýrsluna á sinn hátt. Það gætu orðið heldur óskemmtilegar aðfarir.

Hér er engin hefð fyrir því að þingið takist á við mál af þessu tagi og verklagsreglur hljóta að vera nauðsynlegar. Til dæmis hlýtur að þurfa að ákveða eftir birtingu skýrslunnar hver verða næstu skref í málinu – ef þá einhver.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?