Íslendingar munu varla flýja til Norðurlandanna vegna skattanna, sbr. þessa frétt í Mogganum.
Á Norðurlöndunum tíðkast fjölþrepa skattur og skattar eru almennt hærri en hér. Hins vegar fær fólk meira fyrir skattana sína – og minna er um að fólk reyni að komast undan því að greiða skatt.
Hins vegar er hætt við að fólk flýi land vegna lágra launa. Ísland er láglaunaland nú ári eftir hrun og stefnir í að vera það áfram. Það er ekki síst algjöru hruni krónunnar að kenna.
Þetta er áhyggjuefni.