Bloggarinn Björn S. Lárusson er með frábæra tillögu.
Endilega að borga bankamönnum bónusana sem þeir krefjast.
Björn skrifar:
„Mér finnst bara sjálfsagt að verða við þessu. Þessir menn keyptu ónýt skuldabréf og hlutabréf í vonlausum fyrirtækjum og sóuðu peningarmarkassjóðum í vitleysu. Sumir hverjir fengu lán til að kaupa hlutabréf og þurfa ekki að greiða þau aftur.
Ég legg til að þeir fái greitt í hlutabréfum í FL group, Stoðum, gömlu bönkunum, Baugi og fleiri fyrirtækjum sem þeir mátu góð og gild. Einnig geta þeir fengið skuldabréf sem þeir sjálfir mátu gulls ígildi sem greiðslu. Það eru skuldabréf á áðurnefnd fyrirtæki. Þeir geta líka fengið kúlulán sem þeir veittu hver öðrum og geta þá varið því sem eftir er til að reyna að innheimta þessi kúlulán. Þetta eru bara kaup kaups. Mér finnst tillagan bæði góð og sanngjörn. Hvað finnst ykkur? Eru skilanefndirnar ekki tilbúnar til að leysa málið á þennan hátt?“