Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur starfar hjá félagsmálaráðuneytinu sem ráðgjafi ráðherra. Hann er lykimaður í að móta tillögur um skuldaaðlögun.
Þessar tillögur eru vægast sagt umdeildar. Sumir segja að þær geri ekki annað gagn en að lengja í hengingarólum skuldara. Að við lifum í samfélagi þar sem hagsmuna fjármagnseigenda er gætt en skuldarar megi almennt éta það sem úti frýs.
Aðrar tillögur sem heyrast úr félagsmálaráðuneytinu felast í því að lækka atvinnuleysisbætur hjá ungu fólki. Það er sérlega uppörvandi.
Á sama tíma er gerir Yngvi Örn kröfu í bú Landsbankans ásamt hópi yfirmanna úr bankannum.. Hann var forstöðumaður hagfræðideildar bankans og áður yfirmaður verðbréfasviðs.
Hann krefst þess að fá 229 milljónir króna.
Væntanlega fyrir vel unnin störf?
Þess má geta að þetta eru meira en ævitekjur margra sem hagfræðingurinn er að fjalla um í starfi sínu hjá félagsmálaráðuneytinu.