fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

DeCode og sjúkdómsmerkin

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. nóvember 2009 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki skal ég gera lítið úr því að DeCode sé merkilegt fyrirtæki og Kári Stefánsson mikill frumkvöðull.

Og það er óskandi að starfsemi fyrirtækisins verði áfram á Íslandi. Ég er viss um að innan fyrirtækisins hefur verið unnið ágætt vísindastarf.

En nú er staðan sú að þeir sem á sínum tíma keyptu hlutabréf í DeCode hafa tapað öllu.

Og þá rifjast upp ástandið hér á gráa markaðnum á sinni tíð.

Þegar var látið eins og þeir sem ekki keyptu í DeCode væru vitleysingar; frasinn var að mesta áhættan væri að kaupa ekki. Það var alvöru fjöldahystería.

Undir þetta ýttu bankamenn, stjórnmálamenn og fjölmiðlar.

Þeir sem andæfðu voru kallaðir hælbítar.

Bak við þetta voru Kári og aðstoðarforstjóri hans á þeim tíma, maður að nafni Hannes Smárason.

Þetta var eitt af stórum skrefum sem voru tekin í átt til græðgisvæðingar Íslands, og þaðan liggur leiðin beint í hrunið á síðasta ári. Sjúkdómsmerkin voru greinileg; hlutabréfamarkaður sem auðvelt var að manípúlera, meðfærilegir stjórnmálamenn og fjölmiðlar. og þjóð sem var tilbúin að láta plata sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?