DRAUMVÍSA
Þú sazt hér í gær og sömu augun og þá
sjá þig í kvöld
og vefa þér áfram einhverja nýja spá
sem undra köld
mun leggast að beinum þínum einn þessara daga;
þér mun auðsýna bið og vægð
þokan framundan, þunglynd saga
þögul í sinni slægð.
Þorsteinn frá Hamri fékk verðlaun kennd við Jónas Hallgrímsson í dag. Hann er eitt af stórskáldum okkar. Kvæðið hér að ofan er lítið sýnishorn, úr bókinni Langnætti á Kaldadal frá 1964. Og myndin er af Þorsteini ungum.