Eitthvað hefur skolast smávegis til í Vísisfrétt sem er endursögn á stóru viðtali við Evu Joly sem birtist í Financial Times um helgina.
Þetta skiptir svosem ekki miklu máli, en allt í lagi að hafa það rétt.
Þegar ég bað Evu Joly að koma til Íslands sagðist hún undireins vilja koma, en hún tók fram að sig langaði að hitta tvær íslenskar konur sem hún sagðist dá, Björk og Vigdísi Finnbogadóttur.
Þegar til kom var Björk í New York, en Vigdís tók vel í að hitta hana – sem hún og gerði. Forsetinn fyrrverandi studdi komu hennar frá upphafi.
Ekki veit ég hvort Björk og Eva hafa hist síðan þá, en það væri alveg kjörið að þær gerðu það.
En það er ekki rétt að nokkurn tíma hafi komið til tals að Björk væri í þættinum með Evu, enda segir það ekki í viðtalinu í FT.