fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Enn er morgunn – klögumál vegna skáldsögu

Egill Helgason
Mánudaginn 16. nóvember 2009 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Kress krefst þess að Böðvar Guðmundsson dragi til baka skáldsögu sína Enn er morgun – vegna þess að bókin fjalli um foreldra Helgu, Bruno Kress og Kristínu Thoroddsen og vegi að mannorði þeirra.

Það er augljóst, eins og kom fram í Kiljunni, að Böðvar byggir sögu sína á þessu fólki. Bruno kom til Íslands fyrir stríð, tók saman við Kristínu sem var systir Gunnars Thoroddsen og húsmæðrakennari og eignaðist með henni tvær dætur. Önnur er Helga, hin dó óskírð. Buno Kress var svo handtekinn og fluttur af landi brott af Bretum í upphafi stríðsins. Var í haldi á eyjunni Mön mestallt stríðið. Settist síðar að í Austur-Þýskalandi og starfaði við háskólann í Greifswald. Kristín bjó lengi á Ásvallagötu, ég man vel eftir henni þaðan.

Böðvar er þó ekki að skrifa neina ævisögu.Hann breytir ýmsu. Hann lætur Þjóðverjan Kolhaas í sögunni vera tónlistarmann af gyðingaættum – og slær honum þannig á vissan hátt saman við músíkanta sem hingað komu fyrir stríðið og auðguðu menningarlífið, Urbancic, Róbert Abraham og Franz Mixa. Kress var hvorki músíkant né gyðingur, heldur málvísindamaður sem kom til Íslands til að rannsaka framburð.

Söguhetja Böðvars er maður sem nær að dylja gyðinglegan uppruna sinn og er sendur hingað af sjálfum Himmler til að finna merki um frumgermanska menningu, fyrir hann er þetta undankomuleið úr þriðja ríkinu – það er kannski þetta sem er síst trúverðugt í bókinni.

Annars finnst mér ekki að Böðvar geri lítið úr söguefni sínu, það er eiginlega fjarri því. Og það er dálítið merkilegt að Helga og Böðvar voru eitt sinn hjón.

20091020181330340308

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?