Eigur svikahrappsins Bernie Madoff eru boðnar upp í New York. Afraksturinn á að renna til þeirra sem urðu fyrir barðinu á svikum hans.
Þar á meðal er gamalt Rolexúr, töskur úr eigu konu hans og sérsaumaður jakki í litum hafnaboltaliðsins Mets.
Uppboðið þótti takast vel: Það söfnuðust milljón dollarar – sem er reyndar ekki nema brotabrot af skaðanum sem Madoff olli.