Ég er ekki alveg að kaupa það að vegna þess að fólk hefur það skítt í Uganda þá séu Íslendingar haldnir móðursýki.
Þetta er inntakið í leiðara Fréttablaðsins í dag.
Það er staðreynd að ekkert land bíður jafn mikið tjón af kreppunni og Íslendingar – og eins að mikill hluti af kreppunni er heimatilbúinn af bíræfnum fjárglæframönnum og svikurum, lélegum stjórnmálamönnum og slöppu embættismannakerfi.
Við erum að súpa seyðið af þessu – því miður bendir flest til þess að ástandið breytist ekki ýkja mikið.
En að við Íslendingar séum haldnir fjöldamóðursýki – ja, það er kannski hentug skýring fyrir þá sem ritstýra blöðum sem eru í eigu þeirra sem settu Ísland á hausinn.