Stjórnarkjör í Heimssýn undirstrika hin sérkennilegu bandalög sem verða til í pólitíkinni þegar ESB er annars vegar.
Ásmundur Einar Daðason er yst til vinstri í flokknum sem er lengst til vinstri, hann er nýr formaður samtakanna, en varaformaðurinn er Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Hún er lengst til hægri í flokknum sem er yst til hægri, grjóthörð frjálshyggjukona sem skrifaði um tíma blogg undir nafninu Járnskvísan, sjálfsagt til heiðurs Járnfrúnni.
Þau eru sammála um að vera á móti ESB, en kannski ekki af sömu ástæðunum?