Aldrei velti maður fyrir sér bókmenntagildi Enid Blyton þegar maður gleypti í sig Ævintýrabækurnar, Fimmbækurnar og Dularfullubækurnar.
En manni fannst þetta þrælspennandi stöff. Ég las þetta upp til agna í bókasafninu úti í Verkó á Hofsvallagötunni.
Svo hafa menn verið að fjalla um þetta frá ýmsum hliðum.
Þrjótarnir í þessum bókum eru oft dökkir yfirlitum.
Þetta varð reyndar mjög vandræðalegt í tilviki svartálfanna í Doddabókunum sem eru líka eftir Blyton. Útliti þeirra var breytt eftir að bækurnar voru teknar úr umferð á breskum bókasöfnum.
Svo er það allt átið í bókum Blyton:
Flesk í dós, límonaði, mustarður og fleira sem börnin voru sífellt að raða í sig og maður skildi ekkert hvað var, altént var það ekki á boðstólum á Íslandi.