Stundum er betra að lesa söguna áður en maður fer að flagga henni.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, skrifar í grein í Fréttablaðið í dag að andúð ríkisstjórnarinnar á stóriðju minni barasta á Lenín.
En nú þarf maður ekki að lesa mikið – eða gúgla – til að sjá að aldrei nokkurn tíma í sögunni hafa stjórnendur verið jafn illa haldnir af stóriðjublæti og einmitt téður Lenín – og arftaki hans Stalín.
Svo mjög að allt annað í samfélaginu mátti gjalda fyrir – og sitja á hakanum. Því úr stóriðjunni átti að rísa hinn nýi sovéski maður.