Einar Karl Friðriksson skrifar á blogg sitt, í tilefni af umræðu um að góðir bankamenn gangi eins langt og þeim leyfist:
„Ég er sjálfur menntaður efnafræðingur. Ef ég hefði nú lagt stund á efnaverkfræði og hannað efnaverksmiðjur og olíuhreinsistöðvar sem hefðu svo allar sprungið í loft upp og eyðilagt allt í kringum sig myndi ég snúa mér að einhverju allt öðru, keyra rútu, smíða lykla, bera út blöð, eitthvað þar sem engin hætta væri á að ég sprengdi upp heilu bæina. Allra síst myndi ég segja
Þetta er allt eftirlitsverkfræðingum að kenna, og skorti á regluverki. Ekki benda á mig! Góðir efnaverkfræðingar ganga eins langt og kerfið leyfir þeim.“
Greinin er í heild sinni hér.