fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

Nýja Ísland…

Egill Helgason
Sunnudaginn 1. nóvember 2009 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðurfélag Haga, 1998 ehf. skuldar tugi milljarða króna.  Hagar skulda svo um 15 milljarða til viðbótar.

1998 ehf., sem var stofnað þegar Högum var skutlað út úr Baugi stuttu fyrir hrun, stendur ekki undir þessum skuldum og það þarf að finna lausn.

Hvað gerir íslenski ríkisbankinn Kaupþing?

Hann dettur niður á þessa leið:

Kaupþing fær 40 prósent af Högum.

Jón Ásgeir fær 60 prósent af Högum

Og allar útistandandi skuldir falla niður, líka hjá 1998 ehf. sem verður ekki lengur til –  gegn smá hlutafjáraukningu, 7,5 milljörðum króna.

Tugir milljarða verða því afskrifaðir og Jón Ásgeir heldur enn meirihluta yfir einu stærsta og veltumesta fyrirtæki landsins – ásamt því að halda nokkrum helstu fjölmiðlum landsins.

Það er búið að sjá fyrir því.

Eðlilegt?

Ja, það er spurning.

Eða hefði kannski verið önnur leið að afskrifa ekki neitt – og að bankinn tæki yfir 100 prósent af félaginu?

Eða leyfa öðrum að koma að því að bjóða í Haga –  eða einhverja hluta félagsins?

Í frétt Stöðvar 2 um málið  segir:

„En hvað verður þá um hátt í fimmtíu milljarða skuld 1998 hjá Kaupþingi? Það er ljóst að skuldin var flutt yfir í nýja bankann með afföllum, líkt og á við um stóran hluta þeirra eigna sem fluttar voru úr gömlu bönkunum í þá nýju. Í raun bera erlendir kröfuhafar því tjónið.“

Nú er auðvitað ekki víst að fréttin sé rétt, en það má spyrja, býðst fleirum að skilja skuldir sínar eftir með þessum hætti?

Og loks má benda á þessa smágrein í Orðinu á götunni. Það er ágætt að vera vel tengdur.

Nýja Ísland hvað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð