fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

Af dauðasyndum, hroka og okkar besta fólki

Egill Helgason
Sunnudaginn 1. nóvember 2009 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vond kenning sem Ólafur Arnarson setur fram í pistli á Pressuvefnum að íslenskir bankamenn hafi einfaldlega gengið eins langt og þeim leyfðist – það sé eðlilegt að menn gangi eins langt og þeim leyfist.

Hvernig samfélag væri það þar sem allir gengju eins langt og þeim leyfðist?

Því við förum ekki bara eftir lögum, við höfum líka siðareglur sem við förum eftir og reglur um almenna hegðun, um kurteisi. Sumt af þessu er ekki endilega skráð, heldur eitthvað sem okkur er innrætt í uppeldinu, af foreldrum okkar, í skólum – eru partur af siðmenningunni.

Hefur Ólafur ekki heyrt um dauðasyndirnar sjö?

Það varða ekki endilega við lög að ánetjast þeim, en þær eru engu að síður skaðlegar fyrir heill manna. Ein þeirra er ágirnd, önnur hroki, að maður tali ekki um óhófið.

Annar Pressupenni, Ármann Þorvaldsson, kvartar undan því að menn séu að menn séu að setja fram staðhæfingar og dóma um hrunið áður en rannsóknarnefndir eru búnir að skila niðurstöðum sínum.

En hverju býst maðurinn við þegar efnahagskerfi heillar þjóðar hrynur? Er þá von til að menn bíði í meira en ár eftir því að málið sé rannsakað í ró og næði?  Til hvers er opinber umræða yfirleitt, stjórnmál og fjölmiðlar – ef ekki til að horfa krítískt á samfélagið og reyna kannski að ræða sig til einhverrar niðurstöðu? Það er óhugsandi að slíkt fæðist eingöngu í opinberum nefndum.

Það er líka alveg ljóst að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður enginn lokapunktur á umræðum um hrunið. Það á eftir að toga niðurstöður hennar, teygja og spinna fram og til baka.

Ég benti á það í gær að KPMG og Viðskiptaráð væru að fara að halda ráðstefnu um endurreisn Íslands.

Ég velti fyrir mér hvort ekki sé réttara að þessir aðilar haldi ráðstefnu þar sem þeir líta í eigin barm og spyrji:

Hvernig brugðumst við? Hvernig getum við bætt ráð okkar?

Einn pennavinur minn hér á blogginu svaraði og taldi mikla óhæfu að tala svona um starfsmenn KPMG. Og svo kom spurningin sem maður heyrir oft: Erum við að hrekja burt okkar besta fólk?

En auðvitað er ekki verið að tala um alla starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja, heldur stjórn þeirra og stefnu. Það má til dæmis minna á að hið mikla endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen dó með Enron.

Það myndi heldur aldrei neinn viti borinn maður segja að allt starfsfólk bankanna sé vont, þótt stjórnendur þeirra og eigendur hafi villst rækilega af leið.

Svona er bara útúrsnúningur, þeir sem hafa vonda samvisku nota almennt starfsfólk til að skýla sér á bak við það. Sem eins konar skálkaskjól.

Og svo er það þetta með „okkar besta fólk“.

Annar pennavinur sem skrifar hér á bloggið setti þessi orð inn í gærkvöldi:

„Nákvæmlega besta fólk hvað? Þessa klisju hefur maður heyrt út um allan bæ undanfarin ár og bara guð hjálpi þjóðinni ef þetta er það besta sem við höfum uppá að bjóða.

Er ekki kominn tími til að fólki hér í landinu sé sýnd sú virðing að menn hætti svona tali og átti sig á því að öll þjóðin er okkar besta fólk. Við gegnum öll hlutverki og erum mikilvæg, hvort sem við kunnum skattalögjöfina á Kýpur upp á 10.00 eða ekki ?

Hvað væri KPMG fólkið ef ríkið ræki ekki háskóla og lánasjóð fyrir skattfé allra landsmanna (HR þar meðtalinn) ? Ef kennarar gættu ekki barna þeirra á daginn? Ef “ruslamenn” tæmdu ekki tunnurnar hjá þeim? Ef hjúkrunarfræðingar legðu sig ekki fram við að láta öldruðum foreldrum þeirra líða vel?

Má bjóða hinni þjóðinni í heimsókn eða vill hún mögulega lífverði og sér hverfi í Garðabænum á bak við girðingar og öryggisverði ? Einkaskóla fyrir börnin og sérstök vel einka/ríkis fjármögnuð elliheimili fyrir foreldrana ?

Hrokinn var það versta við ástand undanfarinna ára, fátt annað stendur eftir hjá þessu liði í dag annað en sami hrokinn og viljinn til að ná sínu fram fyrir sig og sína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð