Í frétt í Viðskiptablaðinu segir að Jón Ásgeir muni reiða fram fimm milljarða króna til að bjarga eignarhaldi sínu á Högum – félaginu sem deilir og drottnar í matvöru- og smásöluverslun á Íslandi.
Hvernig stendur á því að maður sem er skuldugur upp á mörg hundruð milljónir getur reitt fram slíka fjárhæð?
Og hvert er siðferðið í því að maður sem skilur eftir sviðna jörð – eignarhaldsfélög sem honum tengjast eru komin svo gjörsamlega í þrot að nánast ekkert endurheimtist af lánunum sem þau fengu – ríki áfram eins og kóngur í verslun á Íslandi?