fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Neysla Íslendinga

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. október 2009 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Haraldsson sendi þennan pistil í framhaldi af umræðu sem spannst hér á vefnum í gær:

— — —
Árið 2003 var einkaneysla á Íslandi um 421 milljarðar*.  Árið 2007 hafði hún aukist um 134 milljarða og var 555 milljarðar.  Þessi aukning er um 32% (7.2% að meðaltali hvert ár).  Þetta má skoða nánar með því að rýna í nokkra undirflokka sem innihalda margt sem kalla má valneyslu (e. discretionary spending).

Einkaneysla

Fyrstu fjóra útvöldu flokkana má að miklu leyti kalla valneyslu.  Tekið skal fram að í einkaneyslu eru einnig útgjöld fyrirtækja, en ekki ríkisins.  Þessir fjórir undirflokkar voru 2003 um 17.6% af einkaneyslu landsmanna.  Árið 2007 voru þeir 21.9%.  Aukningin var um 47 milljarðar á ársgrundvelli (um 55 milljarðar skoðað á verðlagi 2007).

Útgjöld Íslendinga erlendis er neysla Íslendinga búsettra á Íslandi utan landsteinanna.  Þar sjáum við að neysluaukningin er um 34 milljarðar (um 40 milljarðar á verðlagi 2007), eða 96% á fjórum árum, úr 8.5% af einkaneyslu í 12.6%.  Líklegt má telja að bróðurpartur þessarar neyslu sé einnig valneysla, þar sem innkaup til fyrirtækja og fjárfestingar færu í gegnum banka á Íslandi.

Þessi stutta greining á hagtölum sýnir að Íslendingar juku valneyslu sína í þessum fimm undirflokkum á ársgrundvelli á árunum 2004 til 2007 um 95 milljarða (2007 verðlag).   Ætla má að heildaraukningin á þessum árum hafi verið um 250-300 milljarðar.  Það eru um 500.000 til 1 milljón krónur per landsmann á 5 árum.

Þessar upplýsingar taka einungis til ákveðinna undirflokka einkaneyslu.  Samneyslan hefur ekki verið greind hér, en hún jókst einnig á tímabilinu.  Þessar upplýsingar eru opinberar og löngu kunnar, og teljast til þeirra gagna sem aðrar þjóðir meta er þær íhuga efnahagsaðstoð til Íslendinga.

* Hagstofa Íslands veitir þeim sem vilja finna upplýsingar um neyslu Íslendinga.  Tölurnar sem hér eru notaðar má finna hér: http://hagstofan.is/Hagtolur/Thjodhagsreikningar/Einka–og-samneysla.  Ýmsar nánari upplýsingar um einstaka flokka má einnig finna á öðrum síðum.

Einföld skoðun sýnir að mikið umrót hefur verið í neyslu þjóðarinnar síðast liðin 10 ár.  Hér er einungis litið til áranna 2003-2007.  Árið 2002 er ekki notað sem grunnviðmiðun þar sem samdráttur var í þjóðfélaginu og það myndi ýkja samanburðinn.  Hins vegar virðist neysla hafa jafnað sig vel 2003, og er nokkuð sambærileg við 2001 (allar tölur á föstu verðlagi með árið 2000 sem grunn).

Að gefnu tilefni er rétt að geta þess að undirritaður er ekki hagfræðingur eða tölfræðingur, og eru allar leiðréttingar eða ábendingar um þessa greiningu vel þegnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?