Hópur manna sem nú ræður yfir Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og vefnum AMX virðist vera staðráðinn í að koma Davíð Oddssyni inn í landsmálin aftur.
Síðast var pöntuð könnun til að sýna að nú er aftur eftirspurn eftir honum. Könnunin birtist í Viðskiptablaðinu, þar er spurt um formenn stjórnamálaflokkanna – og ritstjóra Morgunblaðsins.
Útkoma Davíðs er svo góð að endurkoma í stjórnmálin hlýtur að koma til álita. Það þarf varla annað en að boða landsfund hjá Sjálfstæðisflokknum og kjósa hann á nýjan leik.
En áhyggjuefni hlýtur þetta að vera fyrir núverandi formann flokksins, Bjarna Benediktsson, sem nær því ekki einu sinni að vera hálfdrættingur á við Davíð í könnuninni. Hann kann félögunum á Viðskiptablaðinu varla mikla þökk fyrir.
Spurning jafnvel hvort ber að skilja þetta svo að Davíð sé ennþá hinn eiginlegi formaður – það er hann altént í huga hins harða stuðningsmannakjarna.