Jón Bjarnason virðist hafa verið eins og mús á aðalfundi LÍÚ.
Hins vegar voru þeir LÍÚ-menn harðir bæði í orðum og gjörðum.
Þeir eru vanir að tala með mikilli dramatík, og þegar kvótaandstæðingurinn Finnbogi Vikar Guðmundsson birtist á fundinum, þá var honum umsvifalaust hent út.
Það er eins og Napóleon Bónaparte sagði: Menn berjast af meiri krafti fyrir hagsmunum sínum en hugsjónum.
En líklega geta þeir verið alveg rólegir hjá LÍÚ.
Flest bendir til þess að ekkert verði úr svokallaðri fyrningarleið – það er held ég að verða nokkuð almennur skilningur í stjórnkerfinu.
Og í bönkunum mætir útgerðin meiri skilningi en aðrir sem eru þjakaðir af skuldum.