Árni Þór Sigurðsson þingmaður, einn nánasti trúnaðarmaður Steingíms J., ræðst harkalega til atlögu við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, á heimasíðu sinni.
Minnir á þegar hann var baulaður niður á útifundi á Austurvelli síðastliðinn vetur og spyr hver hafi veitt honum umboð til að stjórna þjóðinni?
Segir svo að Gylfi gangi erinda auðvaldsins:
„Engu að síður telur þessi sami forseti ASÍ sig þess umkominn að setja stjórnvöldum skilyrði fyrir aðkomu samtaka launafólks að uppbyggingu íslensks samfélags úr rústum nýfrjálshyggjunnar. Væri það ekki í frásögur færandi ef hann væri að krefjast þess að hagsmunir alls almennings yrðu hafðir að leiðarljósi, að samfélagið yrði byggt upp á samfélagslegum forsendum og lögmálum frjálshyggjunnar, sem hrundi sl. haust, yrði varpað á öskuhauga sögunnar. En því er ekki að heilsa, því miður. Nú er eins og fátt komist að í sálu forsetans en hagsmunir stórfyrirtækja, fjármagnsins, auðvaldsins… Öðru vísi mér áður brá!
Hver valdi Gylfa Arnbjörnsson til að stjórna málefnum þjóðarinnar? Var hann í framboði í nýliðnum þingkosningum? Hversu mörg atkvæði hlaut hann? Framganga hans í tengslum við endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs og stöðugleikasáttmálann hlýtur að kalla á spurningar og svör af þessum toga. Vill hann frekar meiri niðurskurð almannaþjónustu eða meiri skattahækkanir á launafólk en að atvinnureksturinn (þmt. orkugeirinn) leggi sittlítið eitt af mörkum til samfélagsþjónustunnar? Hverra hagsmuna er hann að gæta?“