fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Munu gömlu spilltu klíkurnar ná kerfinu undir sig aftur?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. október 2009 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi sendi þetta bréf:

— — —

Eitt af því sem mér þykir hvað mest þreytandi í hrunumræðunni, er að
allur almenningur hafi tekið þátt í lánafylleríinu og hegðað sér
gáleysislega. Hlægilegast var þegar Björgólfur Guðmundsson sá
flatskjáakaup Íslendinga sem einn helsta gerandann í hruninu, í frægu
Kastljósviðtali.

Hvar er tölfræðin sem sýnir að sukk almennings hafi verið svo víðtækt?
Ég sjálfur get einungis miðað við sjálfan mig og minn kunningjahóp og
fjölskyldu. Sá markhópur segir mér að vel innan við 1/4 hafi skuldsett
sig óhóflega mikið og gengið gáleysislega um hinar ljúfu lánadyr.
Sennilega nær 1/5 eða jafnvel ennþá lægra hlutfall.

Eftir því sem lengra líður frá hruni bankanna verður æ augljósara hvað
orsakaði þetta. Vilhjálmur Bjarnason hefur orðað þetta vel: Bankarnir
breyttust í ræningjabæli! Ræningjabæli þar sem fé fólks, fyrirtækja og
lífeyrissjóða var tekið og notað til að gíra bankana upp og gera þeim
kleift að „lána“ stærstu eigendum sínum ofboðslegar fjárhæðir gegn
vafasömum veðum. Þetta var sjálftaka á fé annarra. Ábyrgðin er
bankanna og hinna ólýðræðislegu íslensku lífeyrissjóða. Þeir
síðarnefndu virðast reyndar ætla að verða stikkfrí. Ömurlegt.

Er íslenska fjármálahneykslið jafnvel langt umfram það sem gerðist
t.d. hjá Enron? Það svakalegasta er þó ef forkólfar hrunsins í
samkrulli við viðskiptafélaga sína hjá erlendum vogunarsjóðum eru að
eignast bankana. Vegna þess að þeir nýttu sér hrunið til að kaupa
kröfur þáverandi stærstu kröfuhafa bankanna með 80-90% afföllum.

Þetta lítur illa út. Þarf uppreisn í landinu til að stjórnvöld skynji
raunveruleikann? Eða ætlar þjóðin kannski að láta þetta allt ganga
yfir sig; kyngja Icesave og horfa upp á gjörspilltu klíkurnar ná
íslenska fjármálakerfinu til sín á ný?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?