Flosi Ólafsson átti að vera aðalgesturinn í Kiljunni í kvöld. En hann kemst ekki. Samt verður með okkur á sinn hátt, við rifjum upp brot úr ferli Flosa eins og hann birtist í sjónvarpi og fjöllum um bókina hans, Í Kvosinni, sem nú hefur verið endurútgefin.
Mikael Torfason segir frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Vormenn Íslands.
Edda Heiðrún Bachmann tekur á móti okkur í búðinni sinni, Súkkulaði og rósum, á Hverfisgötu, en þar selur hún líka bækur – bækurnar sem hana langar að hafa nálægt sér.
Kolbrún og Páll fjalla meðal annars um nýja ævisögu Jóns Leifs tónskálds eftir Árna Heimi Ingólfsson og smásagnasafnið Milli trjánna eftir Gyrði Elíasson.
En Bragi talar um íslenska rithöfunda – þá sem eru frekar í yngri kantinum, allavega miðað við hann.