Það er dásamlegt frelsi að hafa ekki McDonald´s á Íslandi.
Það er ekki furða að þessu sé fagnað í frétt frönsku fréttastofunnar AFP.
Frakkar hafa mikla komplexa gagnvart McDonald’s. Það er fullt af svoleiðis stöðum í landinu, en um leið er ein þjóðhetja Frakka bóndinn José Bové sem stóð fyrir frægri árás á McDonald´s veitingahús í borginni Millau.
Hér höfum við hina ágætu Hamborgarabúllu Tomma, miklu betri borgara en á McDonald´s.
Við höfum sem betur fer sloppið við Starbuck´s, í staðinn höfum við kaffikeðjurnar Te & Kaffi og Kaffitár.
Og svo höfum við Umferðarmiðstöðina með sínum sviðakjömmum.
Kannski gæti það orðið fyrirmynd þess sem eftir er af McDonald´s á Íslandi, fyrst staðirnir fara nú að nota íslenskt hráefni.
Eins konar McKjammi.