Í dag var ég í Silfrinu með viðtal við Jón F. Thoroddsen, fyrrverandi verðbréfasala.
Það má segja að viðtalið hafi borið yfirskriftina:
Mesti gervimarkaður í heimi.
Þar er átt við íslenska hlutabréfamarkaðinn – en í viðtalinu fjallaði Jón líka sérstaklega um aðkomu íslensku lífeyrissjóðanna að honum.